miðvikudagur, apríl 27, 2005
www.blog.central.is/favitinn

þakka blogger gott samstarf
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Accept?

Nú kemur það alltaf fyrir þegar setja á ný forrit inná tölvuna að ætlast er til þess að maður lesi einhverskonar "License Agreement", fullt af reglum sem maður nennir aldrei að lesa afþví þær skipta ekki nokkru djöfulsins máli. Nú stundum þarf maður að "skrolla" neðst niður, yfir allar reglurnar, til þess að geta "Acceptað" það að vilja nota forritið, þetta snilldarbragð komu þeir "forritakarlarnir" með þegar þeir föttuðu að maður getur ýtt á "Accept" ÁN ÞESS að lesa bullreglurnar þeirra... og það að þurfa að rúlla niður að botninum á þeim neyðir mann nefnilega til þess... emmm nei. Annars held ég að aldrei í sögu "License Agreement" hafi einhver rekist á einhverja reglu sem sá hinn sami einfaldlega gat ekki sætt sig við, og þurfti því að hætta við að nota það tiltekna forrit, en ég gæti verið fullur af skít, hver veit?
Allavegana... þá var ég að setja iTunes inná tölvuna, búinn að installa og er að fara að nota forritið í fyrsta skipti, þegar "License Agreement" kemur upp, nú ég ætla náttúrulega að "skrolla" neðst svo ég get þóst hafa lesið allar reglurnar og samþykkt þær, en rek þá augun í einhverja furðulegustu reglu sem ég hef hingað til séð;

"THE APPLE SOFTWARE IS NOT INTENDED FOR USE IN THE OPERATION OF NUCLEAR FACILITIES, AIRCRAFT NAVIGATION OR COMMUNICATION SYSTEMS, AIR TRAFFIC CONTROL SYSTEMS, LIFE SUPPORT MACHINES OR OTHER EQUIPMENT IN WHICH THE FAILURE OF THE APPLE SOFTWARE COULD LEAD TO DEATH, PERSONAL INJURY, OR SEVERE PHYSICAL OR ENVIRONMENTAL DAMAGE."

....hmmm, ég er að stjórna kjarnorkuveri.... hvað ætli gerist ef ég prufa að nota iTunes tónlistarforritið til þess að stjórna því fyrir mig...?
.....hey, mamma er í öndunarvél, ætli henni gangi ekki betur að anda ef ég installa iTunes inná öndunarvélina....?

Svo er náttúrulega mjög mikilvægt að hafa þetta í stórum stöfum, til þess að undirstrika alvarleika málsins.... DAUÐI, MEIÐSLI EÐA ALVARLEG LÍKAMLEG EÐA UMHVERFISSLYS!

...þetta fólk...
mánudagur, febrúar 14, 2005
Annasamt

Ólíkt því sem fólk e.t.v heldur þá lifi ég einstaklega annasömu lífi. Þessi margblessaða bloggsíða ber því hinsvegar heldur lélegt vitni, en svona er þetta nú bara einusinni, stundum bloggar maður mikið, stundum bloggar maður lítið, þetta kemur í bylgjum eins og einhver sagði, og fjandinn éti mig ef ég er maður sem er að fara að berjast á móti bylgjum... ónei!

FB-ME

Ræðukeppni fór fram síðastliðin föstudag, og mættum við þar Menntarskólanum á Egilsstöðum, sem ég verð nú bara að viðurkenna að ég vissi varla að væri til fyrir undirbúning keppninnar. Egilsstaðarar stóðu sig þó barasta ágætlega þrátt fyrir að vera óþekktir. Reynslan sagði bara sitt í þessari keppni, og hún var okkar meginn að stærstum hluta. Þrátt fyrir að dómarar hafi verið sammála um úrslit leit út fyrir mikið drama í oddadómararæðu, þar sem Oddur dómari (haha... haha.... hahaha) flippaði mikið og feitt, í þeim tilgangi að taka alla á taugum, og heppnaðist það bara alveg ágætlega hjá honum, ég var að minnsta kosti orðinn ansi strekktur, en það skipti að lokum litlu máli, þetta fór allt vel.

Synir Skallagríms

Fundur var haldinn í drykkjufélaginu Synir Skallagríms heima hjá Atla Bollasyni. Var þetta að öllum líkindum siðmenntaðasti fundurinn af þeim sem haldnir hafa verið. Rætt var um fyrri skröll, og hlegið. Boðið var uppá gríðarlega gott heimatilbúið "dipp" sem þrátt fyrir að vera gríðarlega gott, bar það ekki með sér í innihaldslýsingunni, spínat og hílapenó. Vissulega var drukkið, en mun minna en áður hefur þekkst, ætli við séum ekki bara að verða svo gamlir, og penir, menn eru orðnir pólitíkusar og fjölmiðlagúrúar, hvað er næst? Feður og afar? Ég þarf klárlega að taka mig á svo ég verði ekki bara barn á næsta fundi.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Nýtt af nálinni

Eftirfarandi er algilt;

so. (að) Kúka = að hleypa brúnum

verslunarmaður = búðingur
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Álag

Eftir fjölmargar áskoranir Gunnars Jónssonar hef ég ákveðið að blogga, eða plogga eins og amma kallar það.

HlekkurHrekkur

Nú lenti ég einhverra hluta vegna í því að stór hluti hlekkjalistans míns datt út, hvarf mér sjónum og er horfinn. Þessvegna hvet ég alla þá sem telja sig eiga sæti á þessum ágæta lista en eru hvergi sjáanlegir, að láta mig vita með tilheyrandi upplýsingum um staðsetningu sína.

Veðrið

Ég hef verið einstaklega meðvitaður um veðrið uppá síðkastið, því við íslendingar erum nú einusinni þeirrar gæfu aðnjótandi að alltaf þegar við höfum ekkert að hugsa eða tala um, þá er alltaf hægt að grípa í veðrið. Nú var mjög mikill snjór útum allt fyrir ekki svo löngu, og kvartaði ég oftar en ekki yfir því hvað hann bjagaði mig. Svo sá ég í veðurfréttum að það ætti að fara að hlýna og rigna, og sá ég þá glaður í brún fyrir endan á þessu kuldakasti sem hefur verið að hrella landann, og þá sérstaklega mig, í alltof langan tíma. Svo byrjar að rigna, og rigna, og rigna, pollar fara að myndast, höf, snjórinn verður að svelli, bíllinn lætur ekki af stjórn, ég blotna í lappirnar og er bara kominn í fullan hring í kvörtun minni á veðurfarinu. Er enginn leið að hafa einhverja stjórn á þessu, þarf allt á þessu guðsvolaða skeri að fara útí þvílíka öfga að það nær engri átt? Ef það er sól, er svo mikil sól að það þarf að halda börnum innandyra og rauðhærðir deyja. Ef það er snjór þá falla snjóflóð og allir festast útum allt og inní húsum og ég veit ekki hvað og hvað, ég fæ krónískan sultardropa á nefið og hristist eins og kuldaskræfa, daginn út og inn. Og ef það rignir, þá rignir bara fjandakornið þangaðtil landið er komið á kaf, snjórinn farinn og enginn á íslandi á þurra sokka. Hvað er eiginlega næst, er ekki hægt að fá þennan veðurofsa í aðeins verklegri pakkningum? Tjahh... maður spyr sig.
föstudagur, janúar 21, 2005
Nú er frost í æðum mínum

Djöfull er kalt, mér er alltaf kalt, öllum er alltaf kalt. Eitt það sniðugasta sem ég hef gert undanfarin ár er að stela lúffum af litla bróður mínum, hallærislegum bláum lúffum, en á meðan þær halda á manni hita, hverjum er þá ekki sama hversu hallærislegar þær eru, en boj ó boj eru þær hallærislega, reyndar það lummó að þær verða eiginlega bara kúl, fara fullan hring í hallærisleik sínum.

Þetta er það sem við, Íslenska þjóðin, erum að styðja!

Sun, sun, sun, here it comes

Sólin er farin að láta sjá sig meira, það þýðir að snjórinn fari bráðum að fara, en einnig það að djöfullega erfitt getur verið að keyra þegar hún svona rétt skríður bara yfir sjóndeildarhringinn, ekki nógu hátt til þess að hægt sé að nota sólskyggnið til þess að fela hana, og ekki nógu lágt til þess að hverfa bakvið húsin og fjöllin. Þó gleðst ég yfir komu hennar, boðar nýja og betri tíma, græna haga og minni fokking snjó.

mánudagur, janúar 17, 2005
MH-FB

Ó sæti sigur, þú ert minn. Nú þegar þessi gríðargóða keppni er að baki er ekki úr vegi að líta um öxl og fella dóm. Við lögðum upp með frekar einfallt prógramm, að vera rökfastir og ákveðnir, leyfa MH-ingum ekki að komast upp með neitt vesen, og skemmst er frá því að segja að það gekk bara mjög vel. Þrátt fyrir smávægilega hnökra að okkar hálfu kom það til móts við okkur að MH-ingar tóku meira flipp pólinn á þetta, og virkaði okkar málstaður þá mun gáfulegri fyrir vikið. Að lokum var 170+ stiga sigur staðreynd og var Guðjón Heiðar, sá gamli refur, vel að titlinum ræðumaður kvöldsins kominn.

Minkur á Röngunni

Þegar ég vaknaði svo í sigurþynnkunni tók við þaulskipulagt ferli Margrétar Erlu Maack, ferli sem endaði á því að 6 galvösk ungmenni voru stödd í sumarbústað eftir baráttu við lélega vegi og jeppakarl sem var í skýunum yfir því að fá að hjálpa okkur, en því má við bæta að hann átti rosalega voldugan kaðal. Fansísmansí dinner með Villa Vill, bjórar í snjósköflum, hádramatík í gítarglamri, fagmannleg handtök við undirbúning heitapotts, skeleggar umræður í heitum potti samfléttað við sprenghlægilegar uppákomur. Tiltekt í þynnku, uppþvottavél á mótþróaskeiðinu og stopp í Eden, sem hefur stórlega tapað dýrðarljóma sínum í gegnum árin, jafnvel Bóbó bangsi var kominn með fílusvip, og það var rússnesk kona sem langaði að deyja sem afgreiddi ísinn minn. Við lúsuðumst svo í blindbil yfir Hellisheiðina og heim í kot þarsem sjónvarpið, sem ávallt tekur manni eins og maður er, beið glansandi fallegt, hlýlegt, með sitt glaðlega hátíðnisuð.
skáldið

Mynd af mér
Sendu mér e-mail
Sendu mér SMS

félagar

Anna
Baldur
Bjarney
Björn Nafni
Bollason
Doddi
Dóra Gígja
Elín Lóa
Elvar
Erla
Frank A.B.C
Friðrik Steinn
Guðjón Heiðar
Helgi Hrafn
Hólkurinn
Jóhannes
Jón Bjarki
Karl Ágúst Þorbergsson
Kári Bossabarn
Nadia
Oddur Ástráðs
Oddur Broddi
Súsanna
Tinna
Tobba
Una Sighvats
Valdimar Albertsson


nýlegt

 • www.blog.central.is/favitinnþakka blogger gott sam...
 • Accept?Nú kemur það alltaf fyrir þegar setja á ný ...
 • AnnasamtÓlíkt því sem fólk e.t.v heldur þá lifi ég...
 • Nýtt af nálinni Eftirfarandi er algilt; so. (að)...
 • Álag Eftir fjölmargar áskoranir Gunnars Jónssonar...
 • Nú er frost í æðum mínum Djöfull er kalt, mér er ...
 • MH-FB Ó sæti sigur, þú ert minn. Nú þegar þessi g...
 • Snjórinn Eftir að hafa nánast gleymt því hvernig ...
 • Nú árið er liðið Jújú, við sprengdum gamla árið í...
 • Hátíðirnar Nú þegar aðal-afmæli ársins er gengið ...
 • eldra